Samfélagið

Samfélagsstefna Samkaupa er hluti af heildarstefnu fyrirtækisins og undir hana heyrir einnig umhverfisstefna félagsins. Samkaup virða væntingar lykilhagsmunaaðila til fyrirtækisins og móta áherslur í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum með þær að leiðarljósi. Gildi Samkaupa; kaupmennska, áræðni, samvinna og sveigjanleiki, eru hornsteinar í starfi Samkaupa og leiðarljós í að gera Samkaup að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði allra eru virt.

Markmið Samkaupa er að vinna markvisst að því að bæta samfélagið, nærsamfélagið, um allt landið og á heimsvísu. Til þess kappkosta Samkaup að vera með skýra samfélagsstefnu, siðareglur um hegðun fyrirtækisins og metnaðarfull markmið í takt við þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samræmast starfsemi fyrirtækisins.

Samfélagsverkefni Samkaupa beinast aðallega að því sem tengist starfsemi fyrirtækisins beint og varða einkum starfsfólk, viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila, vörur og þjónustu. Þá snúa þau einnig að stuðningi við verkefni sem stuðla að betra samfélagi án þess að þau tengist starfseminni.

Styrkir til umhverfis- og samfélagsmála

Á hverju ári veita Samkaup milljónum í styrki til að styðja mikilvæg málefni af ýmsum toga, æskulýðs- og forvarnarstarf, lýðheilsu, umhverfis- og góðgerðamál. Auk þess að vinna stöðugt að betri árangri í eigin starfsemi er horft út fyrir fyrirtækið og veittir styrkir til góðra verka.  

Í styrkveitingum er lögð áhersla á:

  • Heilbrigðan lífsstíl
  • Æskulýðs- og forvarnarstarf
  • Umhverfismál
  • Mennta-, menningar- og góðgerðamál

Á árinu 2023 veittu Samkaup 69 milljónir í styrki.

Heilbrigður lífsstíll

Hollur matur, næring, heilsueflandi forvarnir, hreyfing og íþróttir.

Æskulýðs- og forvarnarstarf

Hvers kyns æskulýðs- og félagsstarf barna og ungmenna, forvarnir sem snúa að börnum og ungmennum og íþróttir barna og ungmenna.

Umhverfismál

Minni sóun, endurvinnsla, hagkvæm nýting auðlinda, sjálfbærni, vistvæn þróun og loftslagsmál.

Mennta-, menningar- og góðgerðarmál

Menntamál sem snúa að verslun, mannúðarmál, góðgerðar- og hjálparstarf, listir og menningarmál.

Aðgerðir í samfélagsmálum

Mataraðstoð gegn matarsóun

Í október 2022 hófst samstarfsverkefni Samkaupa og Hjálpræðishersins á Íslandi sem snýr að mataraðstoð gegn matarsóun en Samkaup gefa Hjálpræðishernum mat og aðrar nauðsynjavörur sem til falla. Sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum á Ásbrú útbúa síðan heitar máltíðir handa allt að 300 manns alla virka daga. Einnig gefa þeir matvörur og aðrar nauðsynjavörur áfram til þeirra sem á þurfa að halda. Á Akureyri gefa verslanir Samkaupa Hjálpræðishernum, Frú Ragnheiði og frískápnum vörur í tengslum við sama verkefni. Í desember 2023 var undirritaður samstarfssamningur við Ísafjarðarbæ og Vesturafl á Ísafirði um að taka þátt í verkefninu. Einnig gefa fjölmargar verslanir Samkaupa til frískápa á höfuðborgarsvæðinu og á Húsavík.

Samkaup veittu mataraðstoð að verðmæti 75 milljónir króna á árinu 2023 með það að markmiði að sporna gegn matarsóun og förgun matvæla á landsvísu. Þannig sýnum við samfélagslega ábyrgð í verki alla daga.

Nettó x Ljósið

Júlí er mánuður Ljóssins hjá Nettó. Árið 2023 hófst samstarf Nettó og Ljóssins með sölu á varningi merktum Ljósinu og skreyttum listaverki eftir Þorvald Jónsson. Markmiðið var að vekja athygli á starfsemi Ljóssins og safna fjármunum til styrktar endurhæfingu fólks sem greinist með krabbamein. Átakið skilaði 5 milljónum króna sem runnu óskiptar til Ljóssins. Framhald verður á verkefninu árið 2024.

Jólastyrkir til hjálparsamtaka

Nettó út­hlutaða jóla­styrkj­um til Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands, Sam­hjálp­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar að upp­hæð 500.000 kr. á hver samtök fyr­ir jól­in 2023. Desember er erfiður mánuður hjá mörgum fjölskyldum og ofangreind hjálparsamtök hafa lagt sig fram um að aðstoða fólk í neyð fyrir jólin. Styrkjunum var ætlað að styðja þeirra góða starf en Nettó, og aðrar verslanir Samkaupa, hafa lagt sig fram um að sýna samfélagslega ábyrgð í verki fyrir jólin.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Samkaupa

Ein af aðalhugsjónum Samkaupa er að vinna markvisst að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Eftir langa umhugsun tóku Samkaup ákvörðun um að vinna að eftirfarandi 8 af 17 heimsmarkmiðum:

Heimsmarkmið 3: Heilsa og vellíðan
Heimsmarkmið 4: Menntun fyrir alla
Heimsmarkmið 5: Jafnrétti kynjanna
Heimsmarkmið 8: Góð atvinna og hagvöxtur
Heimsmarkmið 9: Nýsköpun og uppbygging
Heimsmarkmið 12: Ábyrg neysla og framleiðsla
Heimsmarkmið 13: Aðgerðir í loftlagsmálum
Heimsmarkmið 15: Líf á landi
Nám og menntun fyrir starfsfólk
4
5
8
9
Samfélagsstyrkir
3
12
13
Fræðsla til starfsfólks
4
5
8
9
Rafrænn fræðsluvettvangur starfsfólks
3
4
5
8
9
Jafnréttisáætlun
5
12
Jafnlaunavottun
8
12
Ráðning starfsmanna með fötlun
5
8
9
Loftlagssáttmáli
12
Kolefnisjöfnun – Kolviður
12
13
Samfélagsskýrsla
12
Minni matarsóun
12
Auka vægi fjölnota poka
12
Minna umbúðarplast
13
Niðurbrjótanlegir ávaxtapokar
12
13
Útskipting kælimiða
13
Umhverfisvænir burðarpokar í netverslun
13
Útrýma plasti í ávöxtum og grænmeti
13
Fækka útsendum reikningum
13
Opinn skógur
15

Heilsuefling og forvarnir

Samkaup leggja mikla áherslu á heilbrigðan lífsstíl, taka þátt í mörgum heilsuhvetjandi verkefnum, styrkja íþróttastarf og bjóða upp á mikið úrval af heilsuvörum á góðu verði.

Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó

Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó hafa verið haldnir tvisvar á ári, í janúar og september, síðan 2011 og hafa vinsældir þeirra aukist frá ári til árs.

Þessa daga eru verslanir pakkfullar af spennandi tilboðum, hægt er að taka þátt í vinningsleikjum á samfélagsmiðlum og boðið er upp á kynningar og ráðgjöf í verslunum. Í tilefni Heilsudaga kemur út vandað Heilsublað með upplýsingum um vörutilboð, girnilegum og hollum uppskriftum, spennandi viðtölum og fróðleiksmolum um heilnæman og góðan lífsstíl.

Á Heilsudögum Nettó er boðinn veglegur afsláttur af 3.000 vörunúmerum, t.d. lífrænum vörum, hollustuvörum, vegan vörum, ketó vörum, bætiefnum og mörgu fleira.

Nýsköpun í verki

Samkaup hvetja til nýsköpunar og stuðla að nýsköpun á öllum sviðum, ekki aðeins í tengslum við tækninýjungar heldur einnig vinnuferla, grænar lausnir, minni sóun, menntun starfsfólks, o.s.frv. 

„Það að vera með hóp af fólki með ólíkan bakgrunn og af ólíkum uppruna ýtir undir nýsköpun og þegar raddir ólíkra aðila fá að heyrast innan fyrirtækisins koma fram fjölbreyttari sjónarmið. Þegar fjölbreytni í starfsmannahópi er markmið, eru Samkaup þess fullviss að ávinningurinn er langtímaárangur þar sem ólíkt starfsfólk kemur með nýjar hugmyndir, ferla og stefnur. Með þessu eykst skilvirkni innan fyrirtækisins, sem skilar sér í auknum hagnaði til lengri tíma litið, og ánægja starfsfólks eykst, sem skilar sér í betri upplifun viðskiptavina af þjónustu, sem aftur skilar aukinni sölu,“ sagði Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum.

Í maí var haldin nýsköpunarkeppni meðal viðskiptavina Nettó. Margar áhugaverðar tillögur bárust, rúmlega 100! Dómnefnd valdi þrjár tillögur sem viðskiptavinir gátu kosið um á samfélagsmiðlum. Sigurvegarinn var Andrea Austmann sem átti hugmyndina að bleyjuklippikorti. Til stendur að þróa lausn fyrir þessa skemmtilegu nýjung í Samkaupaappinu.

Samkaupaappið

Um mitt ár 2021 tóku Samkaup nýtt app í almenna notkun og vinsældir þess aukast stöðugt. Í árslok 2021 voru notendur orðnir um 40.000 en í árslok 2023 rúmlega 73.000 kr.

Í hvert skipti sem appið er notað safnast upp inneign, eða 2% af öllum vörum. Reglulega eru sérstök „apptilboð“ auglýst en þá er hægt að fá allt að 50% af vöruverðinu til baka í formi inneignar. Hana má nota til að greiða fyrir vörur í öllum verslunum Samkaupa, Nettó, Iceland, Krambúðinni og Kjörbúðinni, eða 65 verslunum um allt land auk Netverslun.

Appið er eitt af stærstu vildarkerfum landsins. Það býður upp á marga möguleika og er í stöðugri þróun.

Netverslun Nettó

Í Netverslun Nettó, netto.is, er bæði hægt að fá vörur sendar heim og sækja þær í verslanir þar sem búið er að taka þær saman. Aukin sala hefur einnig verið á landsbyggðinni og var ákveðið að opna á netverslun og heimsendingu í öllum landshlutum til að mæta þörfum viðskiptavina. Allar heimsendingar Nettó á höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar út á rafbílum og er því almennt umhverfisvænna að panta vörur heim auk þess sem það sparar viðskiptavinum tíma.