Inngangur

Við í Samkaupaliðinu getum verið stolt af þeim árangri sem við náðum árið 2023.

Ávarp stjórnenda

Samkaup reka 65 verslanir um allt land undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Starfsmannahópur Samkaupa er stór en samheldinn. Mikil áhersla er lögð á að starfsfólki líði vel og er það hvatt til að nýta sér þær mörgu leiðir sem Samkaup bjóða upp á til vellíðunar og framgangs, bæði í starfi og persónulega. Þar má helst nefna öfluga menntastefnu, velferðarþjónustu, sem sniðin er að þörfum hvers og eins, og jafnréttisstefnu sem skarar fram úr.

Við viljum að það sé eftirsóknarvert að starfa hjá Samkaupum og því tekur starfsfólkið okkar þátt í að þróa og bæta starfsumhverfi sitt. Samskipti og samtal innan hópsins eru starfsfólki Samkaupa mikilvæg. Það verður aldrei of oft sagt að mannauðurinn er okkar helsti styrkur og við ætlum að halda áfram að stuðla að góðum samskiptum við allt fólkið okkar. 

Við erum stolt af heildstæðri nálgun fyrirtækisins á menntun verslunarfólks og þróun námsleiða.

Umhverfið skiptir máli

Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að taka á umhverfisáhrifum í starfsemi okkar, sérstaklega í smásölugeiranum þar sem úrgangsmyndun er umtalsverð. Árið 2023 hófst sérstakt átak sem miðar að því að endurskilgreina hvernig við meðhöndlum úrgang í öllum verslunum okkar. 

Með röð stefnumótandi inngripa og nýstárlegum lausnum höfum við dregið úr sóun, endurnýtt og endurunnið efni sem fellur til, sem ekki aðeins samræmast bestu starfsvenjum okkar heldur setja einnig ný viðmið fyrir samfélagið. Allt frá því að gera auknar kröfur til okkar birgja og frumframleiðenda er varðar sjálfbærni, þjálfun starfsfólks til að stuðla að betri vitund, endurmörkun á viðmiðum okkar og samstarfsaðila þegar kemur að flokkun sorps og ný viðmið í matarsóun sem stuðlar að aukinni hringrás í samfélaginu. 

Höldum áfram!

Síðasta haust opnuðu Samkaup verslunina Krambúðina Garðabæ þar sem kælikerfið er knúið koltvísýringi (CO₂) í stað annarra óumhverfisvænni kælimiðla. Umhverfissjónarmið verða áfram höfð að leiðarljósi þegar nýjar verslanir opna eða eldri verslanir þurfa uppfærslu. 

Nettó hefur vakið athygli á landsvísu fyrir framtak sitt í að sporna við matarsóun ásamt samstarfi sínu við Hjálpræðisherinn til að nýta matvæli enn betur og hafa fleiri samstarfsaðilar um allt land bæst í hópinn. Nettó leggur auk þess áherslu á að bjóða neytendum upp á úrval af umhverfisvænum og lífrænum vörum. 

Þegar þú skoðar þessa samfélagsskýrslu finnur þú ítarlegar útskýringar á þeim sértæku ráðstöfunum sem við höfum innleitt, þeim áskorunum sem við höfum sigrast á, þeim árangri sem við höfum náð og viðleitni okkar að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Við teljum að þetta framtak sé til marks um mikilvægi okkar framlags til ábyrgra viðskiptahátta og áframhaldandi stefnu að sjálfbærari framtíð. 

Þakka þér fyrir samfylgdina á þessari sérstöku ferð í átt að grænni og ábyrgari Samkaupum.

Það er margt spennandi á döfinni hjá Samkaupum árið 2024. Fylgstu með!

Gunnar Egill Sigurðsson
Forstjóri

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir
Framkvæmdarstjóri fjármála- og rekstrarsviðs

Gunnur Líf Gunnarsdóttir
Framkvæmdarstjóri verslunar- og mannauðssviðs

Hallur Heiðarsson
Framkvæmdarstjóri innkaupa- og vörustýringarsviðs

Um Samkaup

Eftirsóknarverður vinnustaður

Meginmarkmið Samkaupa er að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem áhersla er lögð á jákvæða og heilbrigða menningu, aukið jafnrétti og opin samskipti, sterka liðsheild þvert á vörumerki félagsins, tækifæri starfsfólks til aukinnar menntunar, fræðslu og starfsþróunar og góða upplýsingamiðlun. Fyrirtækjamenning Samkaupa stuðlar að því að allt starfsfólk fái tækifæri til að þroskast, bæði persónulega og í starfi. Hjá Samkaupum er lögð áhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Þess má geta að Samkaup hlutu Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2021 í tveimur flokkum af þremur.  Samkaup hlutu Menntasprota atvinnulífsins árið 2020.

Umhverfis- og samfélagsstefna Samkaupa hefur þróast og þroskast á síðustu árum en Samkaup voru meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015. Frá þeim tíma hefur áhersla á málaflokkinn vaxið. Samkaup hafa sett sér enn skýrari stefnu, ásamt markmiðum í umhverfismálum jafnt sem samfélagslegum þáttum, sem er órjúfanlegur hluti af heildarstefnu félagsins. 

Það er stefna Samkaupa að huga að sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu og fylgja þeim lögum og sáttmálum sem sett hafa verið.

Framtíðin ræðst að miklu leyti af stefnu stjórnvalda og ríkja í umhverfismálum. Samkaup munu leggja sitt af mörkum til að stuðla að bættum umhverfis- og samfélagsmálum.

Framkvæmdastjórn og stjórn Samkaupa hafa skuldbundið sig í allri stefnumótun til að fylgja umhverfis- og samfélagsstefnu félagsins í aðgerðaáætlun til ársins 2025. 

Gildi Samkaupa: Kaupmennska, áræðni, sveigjanleiki og samvinna eru hornsteinar í starfi Samkaupa og eru leiðarljós í að gera Samkaup að framúrskarandi fyrirtæki. 

Samkaup í tölum

65
matvöruverslanir um allt land
1.400
starfsmenn um allt land
69
milljónir króna í styrkúthlutanir
0,4%
launamunur milli kynja
73.000
hafa sótt Samkaupaappið
6%
lækkun á kolefnisspori
62%
flokkunarhlutfall úrgangs
75
milljónir króna í mataraðstoð

Hápunktar ársins

Ný og stærri Nettó á Glerártorgi

Ný verslun Nettó, mun stærri en sú gamla, opnaði á Glerártorgi á Akureyri í febrúar. Í viðbót við bætt aðgengi og betri þjónustu er verslunin umhverfisvænni en sú gamla. Öll tæki eru knúin umhverfisvænum orkumiðli, LED-lýsing er í versluninni, allt sorp er flokkað og allir frystar og megnið af kælum eru lokaðir. „Verslunin er rúmgóð og björt og það er vítt til veggja. Við leggjum mikla áherslu á ferskvöruna og það fyrsta sem mætir þér er brakandi ferskt ávaxta- og grænmetistorg. Nettó er leiðandi í heilsusamlegum og lífrænum vörum og fá þær vörur mikið rými,“ sagði Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó.

Iceland Engihjalla verður Nettó

Í júní opnaði Nettó Engihjalla þar sem Iceland var áður til húsa og er það þriðja Nettóverslunin í Kópavogi. „Við teljum að það séu tækifæri í Kópavogi að fjölga lágvöruverðsverslunum og koma með þá styrkleika sem Nettó hefur inn í Engihjallann. Verslunin hefur verið endurnýjuð og lagt mikla áherslu á að bæta flæði og yfirsýn ásamt því að auka vöruframboð. Þá var farið í sérstakar aðgerðir til þess að gera verslunina umhverfisvænni. Má þar nefna að skipt var út lýsingu og kælum með það að markmiði að spara sem mesta orku og þá verðum við með innkaupakerrur úr endurunnu sjávarplasti,“ sagði Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó.

Krambúðin opnar í Urriðaholti

Ný Krambúð opnaði í umhverfisvottaða hverfinu Urriðaholti í Garðabæ um miðjan september. Allir kælar eru lokaðir og knúnir rafmagni. Í búðinni eru auk þess LED-lýsing og stafrænir verðmiðar og allt sorp er flokkað. Þannig er dregið úr kolefnisspori verslunarinnar sem rímar vel við sjálfbærnistefnu Urriðaholts. „Við erum virkilega ánægð með að geta opnað þessa verslun í Urriðaholtinu enda er þetta spennandi hverfi í mikilli uppbyggingu. Okkur finnst þetta sérstaklega spennandi kostur þar sem hverfið er vistvottað og munum við leggja okkur fram við að taka þátt í þeirri vegferð,“ sagði Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa.

Björgunaraðgerðir í Grindavík

Þegar Grindavík var rýmd í nóvember voru vörur að verðmæti 90 milljónir skildar eftir í verslun Nettó í bænum. Um leið og það var talið öruggt, fór starfsfólk Nettó í sérstakar björgunaraðgerðir til Grindavíkur. „Við fórum nokkrar ferðir til að takmarka tjón á vörum og búnaði en óhjákvæmilega varð eitthvert tjón vegna rafmagnsleysis, skerts aðgengis og erfiðra aðstæðna, sérstaklega varðandi ferskvöru,“ sagði Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó. „En starfsfólkið stóð sig eins og hetjur og fór við hvert tækifæri að sækja verðmæti þegar það var talið öruggt.“ Heiðar útskýrði að starfsfólki Nettó í Grindavík hefði verið hlíft við þessum aðgerðum enda þurfti það að bjarga eigin verðmætum. Allt starfsfólk Nettó í Grindavík fékk launað leyfi á meðan það var að koma sér fyrir á nýjum stað og síðan boð um vinnu í verslun að eigin vali þegar það var tilbúið að snúa aftur til vinnu. Einnig stóð starfsfólki úrræði eins og Velferðarþjónusta Samkaupa til boða.

Matvælum bjargað í Bolungarvík

Í desember und­ir­rituðu fulltrúar Samkaupa samn­ing við Ísa­fjarðarbæ og geðrækt­armiðstöðina Vesturafl um aðgerðir gegn förg­un mat­væla á svæðinu. Verk­efnið er hluti af mark­vissu átaki Sam­kaupa um allt land um mat­araðstoð gegn mat­ar­sóun. Til­drög samstarfsins voru skjót viðbrögð starfs­fólks Ísa­fjarðarbæj­ar, Sam­kaupa og Vesturafls þegar kæl­ar og fryst­ar gáfu sig í Kjör­búðinni í Bol­ung­ar­vík fyrr á ár­inu. Í stað þess að farga mat­væl­um voru þau gefin til rúmlega 30 heim­il­a. „Þessi samstaða skipt­ir sköp­um í bæj­ar­fé­lag­inu og okk­ur þykir ótrú­lega gott að þess­ar vör­ur hafi kom­ist í hend­ur þeirra sem mest þurfa á þeim að halda, frek­ar en að enda í rusl­inu eng­um til gagns. Það er hag­ur okk­ar allra sem sam­fé­lags að draga sem mest úr mat­ar­sóun og það er nokkuð sem við höf­um gert um ára­bil Sam­kaup­um,“ sagði Bergrún Ósk Ólafs­dótt­ir, verk­efna­stjóri um­hverf­is- og sam­fé­lags hjá Sam­kaup­um. Sam­kaup veittu mat­araðstoð að verðmæti 75 millj­óna króna árið 2023.  

Stefnumótun og þátttaka starfsfólks

Samkaup leggja mikla áherslu á aðkomu starfsfólks í stefnumótun félagsins og að upplýsingaflæði til allra sé gott. Áhersla er lögð á að starfsfólk hugsi um um umhverfið og samfélagið sitt í daglegum störfum og fylgi umhverfis- og samfélagsstefnunni án undantekninga. 

Þetta er meðal annars gert með eftirfarandi leiðum:

Samkaupadagurinn var haldinn í fyrsta skipti á Hótel Hilton árið 2019 með þátttöku 300 starfsmanna sem ræddu gildi fyrirtækisins og hvernig þau endurspeglast í starfseminni. Fólk miðlaði reynslu sín á milli, fór yfir áherslur í samfélagsmálum, jafnréttismálum o.fl. Á Samkaupadeginum árið 2022 var sérstök áhersla lögð á jafnrétti. 

Reglulega eru haldnar vinnustofur mannauðssviðs og rekstrarstjóra, þar sem farið er í vinnustofu með starfsmannahópi hvers vinnustaðar. 

Stefnumótunardagur verslunarstjórnenda er haldinn tvisvar sinnum á ári. Árið 2021 var unnið að því að aðgerðabinda jafnréttisáætlun Samkaupa. 

Landshlutafundir/Lykilfundir forstjóra og framkvæmdastjórnar hafa verið haldnir annað hvert ár frá árinu 2016. Áhersla er lögð á stefnu félagsins, meðal annars í umhverfis- og samfélagsmálum. Síðast voru slíkir fundir haldnir á haustdögum 2023. Framkvæmdastjórn ferðaðist um landið og hélt 10 fundi. Öllu starfsfólki Samkaupa er boðið að koma og eiga samtal við stjórnendur félagsins auk þess að þeim er boðið í kvöldverð. Fundirnir eru einstakir þar sem málefni hverrar verslunar eru rædd og farið er yfir helstu áherslur og stefnumótun félagsins. Um 600 manns sóttu lykilfundi á haustdögum 2023. 

Nýsköpunarmánuður Samkaupa er haldinn í maí ár hvert. Þá er starfsfólk hvatt til að skila inn hugmyndum að nýsköpun á sviðum grænna lausna, minni sóun, bættu verkferli eða öðru sem stuðlar að jákvæðara samfélagi, vinnustað og bættu umhverfi. 

Á stjórnendadögum Samkaupa í september 2023 var mikil áhersla lögð á umhverfismál og hvar við getum gert betur með einfaldri samvinnu þar sem allir vinna með sama markmið að leiðarljósi. Meðal markmiða var að auka flokkun á sorpi, halda áfram að draga úr kolefnisspori og efla hringrásarhagkerfið. Auk þess var samstarfsverkefni við Pure North kynnt.