Ársreikningur

Skýrsla stjórnar og forstjóra

Ársreikningur Samkaupa hf. fyrir árið 2023 er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir erustaðfestir af Evrópusambandinu.

Meginstarfsemi Samkaupa hf. er að reka verslanir víða um land ásamt því að stunda innflutning á aðföngum. Verslanir eru reknarundir nöfnunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.

Starfsemin á árinu

Um starfsemi á árinu20232022
Hagnaður (tap) félagsins á árinu samkvæmt rekstrarreikningi nam 267.943 (192.239)
Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi námu 18.259.595 20.101.814
Bókfært eigið fé í árslok samkvæmt efnahagsreikningi nam 3.139.377 3.021.434
Eiginfjárhlutfall félagins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi nam 17,2% 15,0%
Fjöldi ársverka á árinu nam 677 714

Rekstur ársins

Rekstrartekjur félagsins á árinu 2023 námu 42.341 millj. kr. (2022: 40.546 millj. kr.) og hækkuðu um rúmlega 4,4% milli ára.Framlegð nam 11.030 millj. kr. eða 26,1% af tekjum sem er 1.006 millj. kr. hækkun frá fyrra ári (2022: 10.023 millj. kr og 24,7% aftekjum). Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir á árinu 2023 nam 2.693 millj. kr. (2022: 1.916 millj. kr.) og hækkaði um tæplega 40,6%milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu nam hagnaður ársins 268 millj. kr. (2022: tap 192 millj. kr.)

Efnahagsreikningur

Fastafjármunir lækkuðu um 1.788 millj. kr. á árinu 2023 og námu í 14.049 millj. kr. í árslok. lækkunin skýrist af breytingu áleigueignum félagsins en þær lækka um 1.996, sjá betur skýringu 16. Á móti koma fjárfestingar í verslunum og fjárfestingar íhugbúnaðarþróun, sjá betur skýringar 8 og 9. Veltufjármunir lækkuðu um 55 millj. kr. á árinu 2023 og námu 4.210 millj. kr. í lokárs 2023. Eignir í lok árs 2023 námu 18.260 millj. kr. (2022: 20.101 millj. kr). Eigið fé félagsins í árslok var 3.139 millj. kr. (2022:3.021 millj. kr.) að meðtöldu hlutafé að nafnverði 390 millj. kr. Vísað er til eiginfjáryfirlits um breytingar á eiginfjárreikningum áárinu. Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok var 17,2% (2021: 15,0%). Langtímaskuldir námu 9.411 millj. kr. í lok árs 2023, sem erlækkun um 2.099 mkr frá fyrra ári. Lækkun langtímaskulda er tilkomin vegna breytinga á leiguskuldbindingu sem lækkuðu um2.001, sjá nánar í skýringu 16.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 1.648 millj. kr. samanborið við 1.667 millj. kr árið 2022. Fjárfest var í rekstrarfjármunum fyrir 610millj. kr á árinu og í óefnislegum eignum fyrir 257 millj. kr á árinu. Á árinu greiddi félagið arð til hlutahafa að fjárhæð 150 mkr.Handbært fé lækkaði um 267 millj. kr og endaði í 71 millj.kr í árslok 2023, samanborið við 338 millj. kr í lok árs 2022.

Óvissuþættir og ytra umhverfi

Náttúruhamfarir hafa litað rekstur ársins en verslun félagsins í Grindavík lokaði í byrjun nóvember vegna eldgoss. Óvissan er ennmikil um svæðið og óvíst hvort eða hvenær verslunin verður opnuð aftur. Vegna aðstæðna hefur verðmætabjörgun gengiðerfiðlega þó starfsfólk hafi komist í nokkrar ferðir til þess að fjarlægja minni fastafjármuni og vörubirgðir í söluhæfu ástandi. Eftirsitja fastafjármunir og vörubirgðir sem stjórn og stjórnendur reikna með að fá að fullu bætt úr tryggingum. Nánar er fjallað ummálið í skýringu 20.

Hluthafar

Í lok ársins voru 105 hluthafar í félaginu en þeir voru 106 í upphafi árs.

Kaupfélag Suðurnesja svf. 51,3% 200.002
Birta lífeyrissjóður 18,1% 70.514
Kaupfélag Borgfirðinga svf. 10,7% 41.812
Festa - lífeyrissjóður 10,0% 39.000
Eignarhaldsfélagið Bjarmi ehf. 5,0% 19.500
Byggðastofnun 2,8% 10.801
Græni dropinn ehf. 0,6% 2.500
Kaupfélag Árnesinga svf. 0,2% 635
Magnús Haraldsson 0,2% 618
Ómar Valdimarsson 0,1% 576

Stjórn félagsins leggur til að allt að 50 millj. kr verði greiddar í arð til hluthafa á árinu 2023, en vísar að öðru leyti í ársreikninginnum breytingar á eigin fé félagsins og ráðstöfun hagnaðar.

Stjórn og stjórnarhættir

Stjórn félagsins leggur áherslu á að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja semgefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ Iceland og Samtökum Atvinnulífsins í júní 2015. Stjórnin hefur sett sérstarfsreglur þar sem valdsvið hennar er skilgreint og fer að öðru leyti eftir samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög.

Stjórn félagsins í árslok 2023 var skipuð eftirfarandi einstaklingum: Sigurbjörn J Gunnarsson formaður, Anna BirgittaGeirfinnsdóttir, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Halldór Jóhannsson og Margrét Katrín Guðnadóttir. Hlutfall kvenna í stjórn er 60% enkarla 40%. Félagið uppfyllir því ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Frekari upplýsingar um stjórn ogstjórnarhætti er að finna á heimasíðu félagsins.

Ófjárhagsleg upplýsingagjöf

Félagið er með stefnu í samfélagsábyrgð og hefur um langt skeið unnið að mikilvægum samfélagsmálum í eigin starfsemi. Áherslahefur verið lögð á að félagið sé öflugur þátttakandi í samfélaginu, leggi góðum málefnum lið og hafi jákvæð áhrif á þróunsamfélagsins. Þannig hefur félagið m.a. beitt sér fyrir minni sóun, bættu umhverfi og heilsueflingu. Stjórnendur leggja áherslu á aðlágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni og nýta auðlindir eins og kostur er.

Starfsfólk Samkaupa er ein helsta auðlind félagsins og lykilþáttur í að ná góðum árangri. Félagið hefur skýra stefnu íjafnréttismálum sem er órjúfanlegur hluti af heildarstefnu þess. Samkaup hlaut fjórða árið í röð, Jafnvægisvogina 2023,viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu til fyrirtækja sem stefna að 40/60 kynjahlutfalli í efsta stjórnendalagi og hafa gripiðtil aðgerða til að ná því fram og haga ráðningum í stöður í samræmi við þær.

Frekari upplýsingar um ófjárhagsleg málefni félagsins er að finna í samfélagsskýrslu sem aðgengileg er á heimasíðu félagsins.

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomu á árinu 2023, eignum,skuldum og fjárhagsstöðu hennar 31. desember 2023 og breytingu á handbæru fé á árinu 2023. Jafnframt er það álit okkar aðársreikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri félagsins, stöðu þess og lýsihelstu áhættuþáttum og óvissu sem félagið býr við.

Stjórn og forstjóri Samkaupa hf. hafa í dag rætt um ársreikning félagsins fyrir árið 2023 og staðfesta hann með undirritun sinni.Stjórn og forstjóri leggja til við aðalfund félagsins að samþykkja ársreikninginn.

Reykjanesbær, 6. mars 2024

Í stjórn

Sigurbjörn Gunnarsson
stjórnarformaður

Anna Birgitta Geirfinnsdóttir

Margrét Katrín Guðnadóttir

Guðfinna S. Bjarnadóttir

Eysteinn Eyjólfsson

Forstjóri

Gunnar Egill Sigurðsson

Ársreikningur Samkaupa hf. fyrir árið 2023 er rafrænt undirritaður af stjórn og forstjóra

Áritun óháðs endurskoðenda

Til stjórnar og hluthafa í Samkaupa hf.

Álit

Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Samkaupa hf. fyrir árið 2023. Ársreikningurinn hefur að geymarekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um breytingu á eigin fé, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægarreikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2023, efnahag þess 31. desember 2023 ogbreytingu á handbæru fé á árinu 2023, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir afEvrópusambandinu og viðbótar kröfur í lögum um ársreikninga.

Grundvöllur fyrir áliti

Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst íkaflanum um ábyrgð endurskoðenda hér að neðan. Við erum óháð Samkaupum hf. í samræmi við alþjóðlegar siðareglur sem ogaðrar siðareglur sem eru viðeigandi við endurskoðun á Íslandi, og höfum við uppfyllt ákvæði þeirra reglna. Við teljum að viðendurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Aðrar upplýsingar

Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslustjórnar sem fylgir ársreikningi þessum eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga ogkoma ekki fram í skýringum.

Ábyrgð stjórnar og forstjóra á ársreikningnum

Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins ogþeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðbótar kröfur í lögum um ársreikninga. Stjórn og forstjóri eru einnig ábyrgfyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreikningsins, þannig að hann sé án verulegraannmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

Við gerð ársreikningsins eru stjórn og forstjóri ábyrg fyrir því að meta rekstrarhæfi Samkaupa hf. Ef við á, skulu stjórn ogforstjóri setja fram viðeigandi skýringar um rekstrarhæfi og hvers vegna þau ákváðu að beita forsendunni um rekstrarhæfi viðgerð og framsetningu ársreikningsins, nema stjórn og forstjóri hafi ákveðið að leysa félagið upp eða hætta starfsemi, eða hafienga aðra raunhæfa möguleika.

Stjórn skal hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.

Ábyrgð endurskoðenda á endurskoðun ársreikningsins

Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdumsviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit okkar. Nægjanlega vissa er þó ekki trygging þess að endurskoðunframkvæmd í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjurgeta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notendaársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar.

Endurskoðun okkar í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla byggir á faglegri dómgreind og beitum við gagnrýnni hugsunvið endurskoðunina. Við framkvæmum einnig eftirfarandi:

  • Greinum og metum hættuna á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, hönnum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeim hættum og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg ogviðeigandi til að byggja álit okkar á. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekkiskekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, skjalafals, misvísandi framsetningu ársreiknings, aðeinhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé framhjá innri eftirlitsaðgerðum.
  • Öflum skilnings á innra eftirliti, sem snertir endurskoðunina, í þeim tilgangi að hanna viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, enekki í þeim tilgangi að veita álit á virkni innra eftirlits félagsins.
  • Metum hvort reikningsskilaaðferðir sem notaðar eru, og tengdar skýringar, séu viðeigandi og hvort reikningshaldslegt matstjórnenda sé raunhæft.
  • Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um rekstrarhæfi og metum á grundvelli endurskoðunarinnar hvort verulegurvafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef viðteljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum ársreikningsins íáritun okkar. Ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi þurfum við að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður íframtíðinni valdið óvissu um rekstrarhæfi félagsins.
  • Metum í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum, metum framsetningu, uppbyggingu, innihald og þar með talið skýringar við ársreikninginn með tilliti til glöggrar myndar.

Okkur ber skylda til að upplýsa stjórn meðal annars um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar og veruleg atriðisem komu upp í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirlit sem komu fram í endurskoðuninni, ef við á.

Reykjanesbær, 6. mars 2024

Deloitte ehf.

Kristján Þór Ragnarsson
endurskoðandi

Heiðar Þór Karlsson
endurskoðandi

Ársreikningur Samkaupa hf. fyrir árið 2023 er rafrænt undirritaður af endurskoðenda

Rekstrarreikningur og yfirlit um aðra heildarafkomu

  Skýr. 2023 2022
Rekstrartekjur 2 42.340.958 40.546.520
Kostnaðarverð seldra vara   (31.310.860) (30.522.995)
Framlegð af vörusölu   11.030.099 10.023.525
Aðrar tekjur   82.138 172.432
Laun og annar starfsmannakostnaður 3 (6.071.293) (6.043.306)
Annar rekstrarkostnaður   (2.347.503) (2.236.833)
Afskriftir 4 (1.708.781) (1.556.569)
Rekstrarhagnaður   984.659 359.249
Fjármunatekjur 5 39.258 10.949
Fjármagnsgjöld 6 (688.984) (610.555)
Gengismunur   (0) 63
Hagnaður (tap) fyrir skatta   334.933 (240.294)
Tekjuskattur 7 (66.991) 48.055
Hagnaður (tap) fyrir skatta   267.991 (192.239)
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Efnahagsreikningur

EignirSkýr.31.12.202331.12.2022
Fastafjármunir
Varanlegir rekstrarfjármunir83.355.5633.334.934
Leigueignir166.718.4788.714.447
Óefnislegar eignir93.856.8733.725.252
Eignahlutir í dótturfélögum1060.0000
Aðrar fjáreignir 7.4007.400
Skuldabréfaeign 51.10155.000
Fastafjármunir samtals 14.049.41515.837.033
Veltufjármunir
Vörubirgðir113.087.9263.048.803
Næsta árs afborgun skuldabréfaeignar 11.00011.000
Viðskiptakröfur12913.745801.464
Aðrar skammtímakröfur12126.87865.641
Handbært fé1970.632337.873
Veltufjármunir samtals 4.210.1814.264.781
Eignir 18.259.59520.101.814
Eigið fé og skuldirSkýr.31.12.202331.12.2022
Eigið fé
Hlutafé13390.000390.000
Lögbundinn varasjóður 97.50097.500
Óráðstafað eigið fé 2.651.8772.533.934
Eigið fé 3.139.3773.021.434
Langtímaskuldir og skuldbindingar
Skuldir við lánastofnanir142.500.0002.500.000
Leiguskuldbinding166.183.6578.349.400
Aðrar langtímaskuldir1445.21845.525
Tekjuskattsskuldbinding7681.956614.965
Langtímaskuldir og skuldbindingar 9.410.83111.509.891
Skammtímaskuldir
Viðskiptaskuldir153.623.2403.711.747
Skuldir við lánastofnanir 146.9220
Næsta árs afborgun langtímaskulda142.3084.308
Næsta árs afborgun leiguskulda161.114.729950.217
Aðrar skammtímaskuldir14822.189904.218
Skammtímaskuldir samtals 5.709.3875.570.489
Skuldir samtals 15.120.21817.080.380
Skuldir og eigið fé 18.259.59520.101.814
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Yfirlit um eigið fé

 HlutaféLögbundinn varasjóðurÓráðstafað eigið féEigið fé samtals
1. janúar 2022390.00097.5003.076.1733.563.673
Tap og heildarafkoma ársins  (192.239)(192.239)
Greiddur arður  (350.000)(350.000)
31. desember 2022390.00097.5002.533.9343.021.434
Hagnaður og heildarafkoma ársins  267.943267.943
Greiddur arður  (150.000)(150.000)
31. desember 2023390.00097.5002.651.8773.139.377
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Yfirlit um sjóðsstreymi

 Skýr.20232022
Rekstrarhreyfingar
Rekstrarhagnaður ársins 984.659359.249
Rekstrarliðir sem hreyfa ekki sjóðstreymi:
Afskriftir41.708.7811.556.569
Hagnaður af sölu eigna (5.476)(106.673)
Veltufé frá rekstri 2.687.9641.809.145
Vörubirgðir hækkun (39.123)(8.089)
Breyting rekstrartengdra eigna (173.518)58.318
Breyting rekstrartengdra skulda (175.192)398.751
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 2.300.1312.258.125
Greiddir vextir (315.269)(192.538)
Greiddir vextir vegna leiguskuldar (369.059)(413.198)
Innborgaðir vextir 32.15819.012
Greiddur tekjuskattur 0(4.345)
Handbært fé frá rekstri 1.647.9611.666.955
Fjárfestingarhreyfingar
Keyptir varanlegir rekstrarfjármunir8(610.447)(988.887)
Seldir varanlegir rekstrarfjármunir818.480206.200
Keyptar óefnislegar eignir9(257.217)(505.626)
Keypt verðbréf 0(1.200)
Keypt verðbréf10(60.000)0
  (898.184)(1.229.513)
Fjármögnunarhreyfingar
Afborganir langtímaskulda14(2.308)(1.737.000)
Afborganir af leiguskuldum16(1.011.633)(877.292)
Nýjar langtímaskuldir 02.530.000
Nýjar skammtímaskuldir við lánastofnanir 146.9220
Arðgreiðslur til eigenda félagsins (150.000)(350.000)
  (1.017.019)(434.293)
(Lækkun) hækkun á handbæru fé (267.241)3.150
Handbært fé í upphafi árs 337.873334.724
Handbært fé í lok árs 70.632337.873
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar

1. Almennar upplýsingar

Samkaup hf. starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Höfuðstöðvar félagsins eru að Krossmóa4, Reykjanesbæ.

Meginstarfsemi Samkaupa hf. er að reka verslanir víða um land ásamt því að stunda innflutning áaðföngum. Verslanir félagsins eru 64 talsins og eru reknar undir nöfnunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðinog Iceland.

2. Vörusala

 20232022
Tekjur af smásölu42.340.95840.839.841
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

3. Laun og annar starfsmannakostnaður

 20232022
Laun5.022.5334.947.701
Launatengd gjöld1.028.0421.044.140
Annar starfsmannakostnaður20.71851.464
 6.071.2936.043.306
Fjöldi ársverka að meðaltali677714
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

4. Afskriftir

 20232022
Fastafjármunir576.814497.113
Óefnislegar eignir125.59687.290
Leigueignir1.006.372972.166
Afskriftir samtals1.708.7811.556.569
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

5. Fjármunatekjur

 20232022
Vaxtatekjur af bankainnistæðum og kröfum37.75810.949
Arður af hlutabréfaeign1.5000
 39.25810.949
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

6. Fjármagnsgjöld

 20232022
Vaxtagjöld af langtímaskuldum við lánastofnanir261.622112.176
Vaxtagjöld vegna leiguskuldbindingar369.059413.941
Önnur vaxtagjöld58.30384.437
 688.984610.555
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

7. Tekjuskattur og frestaður skattur

Reiknaður tekjuskattur

Ekki kemur til greiðslu tekjuskatts á árinu 2024, þar sem tekjuskattstofn félagsins er neikvæður.

Greining á virku skatthlutfalli:

 20232022
 Fjárhæð%Fjárhæð%
Hagnaður (tap) fyrir skatta334.933 (240.294) 
Skatthlutfall66.98720%(48.059)20%
Aðrir liðir4(0%)40%
Tekjuskattur skv. rekstrarreikningi66.99120%(48.055)20%

Frestaður skattur

Tekjuskattsinneing (skuldbinding) greinist þannig:

 Tekjuskattsskuldbinding
Staða 1. janúar 2022(663.020)
Reiknaður tekjuskattur vegna ársins 202248.055
Staða 31. desember 2022(614.965)
Reiknaður tekjuskattur vegna ársins 2023(66.991)
Staða 31. desember 2023(681.956)

Helstu liðir tekjuskattsinneignar (-skuldbindingar) greinast þannig:

 31.12.202331.12.2022
Óefnislegar eignir(550.609)(520.867)
Varanlegir rekstrarfjármunir(252.177)(265.346)
Annað120.829171.248
 (681.956)(614.965)
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

8. Varanlegir rekstrarfjármunir

Bókfært verð

 31.12.202331.12.2022
Fasteignir og lóðir77.52579.104
Áhöld, tæki og innréttingar3.263.5103.237.720
Bifreiðar14.52818.110
 3.355.5633.334.934

Kostnaðarverð

 Fasteignir og lóðirÁhöld, tæki og innréttingarBifreiðarSamtals
Staða 1. janúar 2022182.7945.438.11751.3585.672.270
Viðbætur1.476984.4113.000988.887
Selt(96.351)0(3.176)(99.527)
Aflagt0(322.567)0(322.567)
Staða 31. desember 202287.9206.099.96151.1826.239.063
Viðbætur0595.91214.535610.447
Selt00(30.609)(30.609)
Aflagt0(159.482)0(159.482)
Staða 31. desember 202387.9206.536.39135.1086.659.419

Uppsafnaðar afskriftir og virðisrýrnun

 Fasteignir og lóðirÁhöld, tæki og innréttingarBifreiðarSamtals
Staða 1. janúar 20227.2372.698.12224.2252.729.584
Afskriftir1.579486.6878.846497.113
Aflagt0(322.567)0(322.567)
Staða 31. desember 20228.8162.862.24233.0722.904.130
Afskriftir1.579570.1225.113576.814
Selt00(17.605)(17.605)
Aflagt0(159.482)0(159.482)
Staða 31. desember 202310.3953.272.88120.5803.303.856
Afskriftarhlutföll2%10-20%20% 
 FasteignamatVátryggingamat
Fasteignir og lóðir35.20099.400
Vélar og tæki, eignatryggingar 10.122.259
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

9. Óefnislegar eignir

Bókfært verð

 31.12.202331.12.2022
Viðskiptavild2.744.0262.744.026
Þróunarkostnaður og vörumerki47.42160.961
Hugbúnaður og upplýsingakerfi1.065.426920.265
 3.856.8733.725.252

Kostnaðarverð

 ViðskiptavildÞróunarkostn. og vörumerkiHugb. og uppl.kerfiSamtals
Staða 1. janúar 20222.744.026135.406534.3443.413.776
Viðbætur00505.626505.626
Staða 31. desember 20222.744.026135.4061.039.9693.919.402
Viðbætur00257.217257.217
Staða 31. desember 20232.744.026135.4061.297.1864.176.619

Uppsafnaðar afskriftir og virðisrýrnun

 ViðskiptavildÞróunakostn. og vörumerkiÞróunarkostnaður uppl.kerfisSamtals
Staða 1. janúar 2022060.90445.955106.859
Afskriftir013.54173.75087.290
Staða 31. desember 2022074.445119.705194.150
Afskriftir013.541112.055125.596
Staða 31. desember 2023087.986231.760319.746
Afskriftarhlutföll 10%10% 

Úthlutun viðskiptavildar á fjárskapandi einingar

Viðskiptavild hefur verið úthlutað á eftirfarandi fjárskapandi einingar fyrir virðisrýrnunarpróf. Taflan sýnirbókfært virði þeirra og núvirðingarhlutföll (WACC) sem notuð eru við mat á nýtingarvirði.

td
 WACC 2023/202231.12.202331.12.2022
Samkaup hf. – matvöruverslanir11,1% / 9,69%2.744.0262.744.026

Endurheimtanlegt virði fjárskapandi eininga er ákvarðað út frá útreikningi á nýtingarvirði þeirra þar semframtíðarsjóðstreymi byggir á fjárhagsáætlunum til næstu fimm ára samþykktum af stjórnendum.

Sjóðstreymi á þessu fimm ára tímabili er byggt á sömu framlegð og stöðugri hækkun á verði aðfanga átímabilinu. Sjóðstreymi eftir þetta tímabil er framreiknað með stöðugum 2% árlegum vexti umframverðbólgu (2022: 2%). Stjórnendur telja að allar mögulegar raunhæfar breytingar á lykilforsendum muniekki leiða af sér að bókfært verð verði hærra en endurheimtanlegt virði fjárskapandi eininga.

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

10. Eignarhlutur í dótturfélagi

Eignahlutur í dótturfélagi greinist þannig:

 EignarhluturNafnverðBókfært verð
Eldum gott ehf., Kvíslartungu 60, Mosfellsbæ83%60.00060.000
 2023
Staða í ársbyrjun0
Keypt á árinu60.000
Staða í árslok60.000
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

11. Vörubirgðir

 31.12.202331.12.2022
Vörur í verslunum2.147.2002.258.386
Vörur í vöruhúsi981.966881.539
Vörur í flutningi40.66525.867
Niðurfærsla birgða(81.904)(116.989)
 3.087.9263.048.803

Vörubirgðir í lok ársins hafa verið metnar með tilliti til seljanleika og færðar niður samkvæmt því mati.Kostnaðarverð seldra vara í rekstrarreikningi endurspeglar gjaldfærslu á vörubirgðum, þar með taliðbreytingar á niðurfærslu birgða á árinu.

Vörubirgðir eru veðsettar fyrir langtímaskuldum félagsins.

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

12. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur

Viðskiptakröfur

 31.12.202331.12.2022
Innlendar viðskiptakröfur374.542371.857
Greiðslukortakröfur539.203429.602
 913.745801.459

Félagið metur sameiginlega niðurfærslu viðskiptakrafna út frá sögulegri reynslu um innheimtur, og tekurtillit til núverandi og framtíðaraðstæðna þar sem við á. Sértæk niðurfærsla er færð fyrir kröfur þar semhlutlægar vísbendingar um virðisrýrnun eru til staðar, s.s. fjárhagslegir erfiðleikar skuldara. Sögulegahafa tapaðar kröfur verið óveruleg fjáhæð og er það mat stjórnenda að ekki sé þörf á að færaniðurfærslu vegna viðskiptakrafna í árslok 2023 (Óbreytt frá árinu 2022).

Viðskiptakröfur eru veðsettar fyrir langtímaskuldum félagsins.

Aðrar skammtímakröfur

 31.12.202331.12.2022
Fyrirframgreiddur kostnaður120.93764.007
Afdreginn fjármagnstekjuskattur5.9401.634
Aðrar skammtímakröfur samtals126.87865.641
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

13. Eigið fé

Hlutafé

 31.12.202331.12.2022
Heildarhlutafé í lok fjárhagsársins390.000390.000
Hlutafé samkvæmt efnahagsreikningi390.000390.000

Hver hlutur er 1 króna að nafnverði. Eigendur hluta í félaginu eiga rétt til atkvæðaréttar og arðs í hlutfallivið eign sína.

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

14. Langtímaskuldir

 Aðrar langtímaskuldirSkuldir við lánastofnanir
 31.12.202331.12.202231.12.202331.12.2022
Skuldir í ISK47.52549.8332.500.0002.500.000
Næsta árs afborganir(4.308)(4.308)00
Fært á meðal langtímaskulda45.21845.5252.500.0002.500.000

Afborganir af langtímaskuldum greinast þannig:

 Aðrar langtímaskuldirSkuldir við lánastofnanir
 31.12.202331.12.202231.12.202331.12.2022
Næsta árs afborganir2.3084.30800
Afborganir 2025/20242.3084.30800
Afborganir 2026/20252.3084.30800
Afborganir 2027/20262.3084.30800
Afborganir 2027/20262.3084.3082.500.0000
Afborganir 2028/20272.3084.30802.500.000
Afborganir síðar35.98728.2952.500.0002.500.000
 47.52549.8332.500.0002.500.000

Hreyfingar á langtímaskuldum greinast þannig:

 20232022
Staða í upphafi árs2.549.8331.756.834
Afborganir(2.308)(1.737.000)
Ný langtímalán02.530.000
Staða í lok dags2.547.5252.549.833

Skuldir við lánastofnar eru óverðtryggðar og bera breytilega vexti. Vegnir meðalvextir af skuldum viðlánastofnanir eru í árslok 11,70% (2022: 8,45%).

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

15. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir

Viðskiptaskuldir

 31.12.202331.12.2022
Viðskiptaskuldir3.623.2403.873.933
Aðrar skammtímaskuldir
Ógreidd laun og launatengd gjöld485.261588.345
Ógreiddur virðisaukaskattur50.2967.094
Ógreiddir áfallnir vextir af langtímaskuldum21.1258.383
Aðrar skammtímaskuldir265.507300.396
 822.189904.218

Félagið heur innleitt ferla í fjárstýringu til að tryggja að viðskiptaskuldir séu greiddar innan umsamins greiðslufrests.

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

16. Leigusamningar

Nýtingarréttur

 Fasteignir og lóðirFasteignir og lóðir
Staða 1. janúar 2023/20228.714.4478.504.669
Uppfært mat á leigutíma(1.410.407)(4.624)
Verðbætur af leiguskuldbindingum586.459802.854
Viðbætur vegna nýrra samninga261.9871.101.812
Uppsögn leigusamninga(326.448)(718.098)
Afskriftir(1.107.561)(972.166)
Staða 31. desember 2023/20226.718.4788.714.447

Upphæðir færðar í rekstrarreikning

 20232022
Afskriftir af nýtingarrétti1.107.561972.166
Vaxtagjöld af leiguskuldbindingum372.161413.941
Hagnaður vegna uppsagnar á leigusamning(26.742)(55.182)
Samtals gjaldfært á árinu1.452.9791.330.925

Leiguskuldbinding

 Fasteignir og lóðirFasteignir og lóðir
Staða 1. janúar 2023/20229.299.6168.994.965
Uppfært mat á leigutíma(1.484.854)(4.624)
Verðbætur af leiguskuldbindingum586.459802.854
Viðbætur vegna nýrra samninga261.9871.101.812
Uppsögn leigusamninga(353.190)(773.280)
Afborganir af höfuðstól(1.011.633)(822.110)
Staða 31. desember 2023/20227.298.3869.299.616

Gjalddagagreining – ónúvirtar leigugreiðslur:

 31.12.202331.12.2022
Innan árs1.407.7761.327.823
Eftir ár en innan 5 ára4.453.5515.317.224
5 ár og síðar2.782.8424.693.525
 8.644.16911.338.573
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

17. Fjármálagerningar

Stjórnun fjármagns

Félagið stýrir fjármagni sínu þannig að það viðhaldi rekstrarhæfi sínu á sama tíma og það hámarkararðsemi hagaðila með sem bestu jafnvægi á milli skulda og eigin fjár. Félaginu ber ekki að fylgja ytrireglum um lágmarks eiginfjárstöðu.

Markmið áhættustýringar

Fjármálasvið félagsins fylgist með og greinir fjárhagslegar áhættur í rekstri þess. Aðferðir vegnaáhættustýringar eru yfirfarnar reglulega til að greina breytingar á markaði og starfsemi félagsins.Eftirfarandi áhættur hafa verið greindar vegna fjármálagerninga félagsins: markaðsáhætta, útlánaáhættaog lausafjáráhætta.

Markaðsáhætta

Stjórnendur félagsins telja helstu markaðsáhættu vera vegna vaxtabreytinga þar sem vaxtaberandiskuldir félagsins bera breytilega vexti. Áhættunni eru stjórnað með eftirliti með vaxtaþróun og viðeigandiblöndu af lánum með föstum og breytilegum vöxtum eftir því sem fjárhagsdeild telur æskilegt hverjusinni.

Vaxtaáhætta

Vaxtaáhætta er áhættan af því að gangvirði eða framtíðar sjóðstreymi fjármálagerninga muni sveiflastvegna breytinga á markaðsvöxtum. Vaxtaáhætta myndast þar sem að stærstur hluti langtímaskuldafélagsins ber breytilega vexti.

Vaxtakjör á lántökum félagsins koma fram í skýringu fyrir langtímaskuldir.

Í töflunni hér að neðan er sýnt hver áhrif af 5% og 10% hækkun vaxta hefði á afkomu og eigið fé áreikningsskiladegi. Næmnigreiningin tekur til þeirra vaxtaberandi eigna og skulda sem bera breytilegavexti og miðast hún við að allar aðrar breytur en þær sem eru hér til skoðunar séu fastar. Næmnigreiningin endurspeglar þau áhrif sem koma fram í rekstrarreikningi og eigin fé án skattaáhrifa.

 31. desember 202331. desember 2022
 5%10%5%10%
Áhrif á afkomu og eigið fé(129.318)(258.636)(108.115)(216.230)

Útlánaáhætta

Í útlánaáhættu felst áhættan á því að mótaðilar félagsins geti ekki staðið við skuldbindingar sínar, semleiðir til þess að það tapar á fjármálagerningum sínum. Lánsáhætta félagsins stafar einkum afviðskiptakröfum og skuldabréfaeign. Stjórnendur félagsins fylgjast reglulega með þróun þeirra eigna semtengjast útlánaáhættu og hafa sett útlánareglur hvað varðar samþykki og gjaldfresti nýrra viðskiptavinatil að lágmarka lánsáhættu. Þær útlánareglur eru yfirfarnar reglulega til að endurspegla breyttaraðstæður mótaðila. Ekki er tekið tillit til undirliggjandi trygginga við mat á hámarksútlánaáhættu.

Hámarksútlánaáhætta félagsins er sú bókfærða staða sem sundurliðuð er hér að neðan.

 31.12.202331.12.2022
Viðskiptakröfur913.745801.459
Skuldabréfaeign62.10166.000
Handbært fé70.632337.873
 1.046.4781.205.332

Félagið hefur metið vænt útlánatap vegna viðskiptakrafna, sjá nánar í skýringu 12. Skuldabréfaeign ertryggð með veði í fasteign og hlutabréfum í skuldara. Félagið metur vænt útlánatap vegnaskuldabréfaútgáfu sérstaklega á hverjum reikningsskiladegi og telur miðað við stöðu skuldara og virðiveða sé ekki þörf á niðurfærslu. Reikningsskilaaðferðir við mat á væntu útlánatapi má finna í skýringu 20.15.

Lausafjáráhætta

Lausafjáráhætta er sú áhætta sem felst í því tapi sem félagið gæti orðið fyrir vegna þess að það geturekki staðið við skuldbindingar sínar innan tilskilinna gjaldfresta. Stjórnendur félagsins fylgjast meðlausafjárstöðu þess með greiningu á gjalddaga fjáreigna og skulda til að geta endurgreitt allar skuldir ágjalddaga. Reglulega er fylgst með stöðu lausafjár, þróun sem orðið hefur og hvaða áhrif staða markaðaog framtíðarhorfur geta haft á félagið.

Samningsbundnar afborganir af fjárskuldum, að meðtöldum áætluðum vaxtagreiðslum, greinast þannig. Fjárhæðir eru ekki núvirtar.

Skuldir 31. desember 2023Innan árs202520262027 eða síðarSamtals
Ekki vaxtaberandi4.397.4404.3084.30836.9104.442.966
Með breytil. vöxtum440.224292.500292.5002.821.3493.846.573
 4.837.664296.808296.8082.858.2608.289.539
Skuldir 31. desember 2022Innan árs202420252026 eða síðarSamtals
Ekki vaxtaberandi4.613.1784.3084.30836.9104.658.704
Með breytil. vöxtum190.414211.829211.2503.134.3293.747.822
 4.803.592216.136215.5583.171.2398.406.526

Gangvirði

Stjórnendur telja að bókfært verð fjáreigna og fjárskulda í reikningsskilum félagsins endurspegli gangvirði þeirra.

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

18. Tengdir aðilar

Viðskipti við tengd félög á árinu 2023

 Keypt þjón. og vörurSeld þjón. og vörurKröfurSkuldir
Móðurfélag1.196000
Systurfélög471.97508560
 472.97508560

Viðskipti við tengd félög á árinu 2022

 Keypt þjón. og vörurSeld þjón. og vörurKröfurSkuldir
Móðurfélag662000
Systurfélög437.654001.681
 438.316001.681

Viðskipti við tengda aðila eru á armslengdarkjörum.

Laun og hlunnindi lykilstjórnenda

Laun, hlunnindi og mótframlag í lífeyrissjóð stjórnar og stjórnenda félagsins á árinu greinast þannig:

720
2023Laun og hlunnindiMótframlag í lífeyrissjóð
Sigurbjörn Gunnarsson, stjórnarformaður6.014662
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, stjórnarmaður2.880331
Eysteinn Eyjólfsson, stjórnarmaður2.160248
Guðfinna Bjarnadóttir, stjórnarmaður2.880331
Guðsteinn Einarsson, stjórnarmaður00
Halldór Jóhannsson, stjórnarmaður2.880331
Margrét Katrín Guðnadóttir, stjórnarmaður2.880331
Skúli Þorbergur Skúlason, stjórnarmaður83
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri48.5405.066
Ómar Valdimarsson, fyrv. forstjóri00
Framkvæmdastjórar (3)*90.8819.537
2022Laun og hlunnindiMótframlag í lífeyrissjóð
Sigurbjörn Gunnarsson, stjórnarformaður5.445603
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, stjórnarmaður2.840327
Eysteinn Eyjólfsson, stjórnarmaður00
Guðfinna Bjarnadóttir, stjórnarmaður2.882327
Guðsteinn Einarsson, stjórnarmaður66076
Halldór Jóhannsson, stjórnarmaður2.882327
Margrét Katrín Guðnadóttir, stjórnarmaður2.442276
Skúli Þorbergur Skúlason, stjórnarmaður3.480400
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri34.2473.911
Ómar Valdimarsson, fyrv. forstjóri44.3525.100
Framkvæmdastjórar (4)*120.53113.753

* Framkvæmdastjórar eru: Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Hallur Geir Heiðarsson.

Stjórn félagsins hefur samþykkt hvatakerfi sem gildir fyrir æðstu stjórnendur félagsins. Getur ávinningurlykilstjórnenda að mestu orðið ígildi þriggja mánaða launa, heildargreiðslur á árinu 2023 voru 56 millj. kr.

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

19. Handbært fé

Handbært fé samanstendur af óbundnun bankainnstæðum og sjóði. Handbært fé sem fram kemur í yfirlitium sjóðstreymi samanstendur af eftirfarandi fjárhæðum:

 31.12.202331.12.2022
Bankainnistæður60.567325.379
Sjóður10.06512.495
 70.632337.873
Fjárhæðir eru í þúsundum króna

20. Skuldbindingar og önnur mál

Félagið hefur stefnt þjónustuaðila vegna fjármuna sem hann hélt eftir í tengslum við viðskipti milli félaganna. Á móti hefur sami þjónustuaðili stefnt Samkaupum vegna meints tjóns af vanefndum Samkaupa á samningi.

Meðal fastafjármuna í Grindavík eru hillur, innréttingar, kassaborð, kælar, frystar, hleðslustöð o.fl. Bókfært virði í árslok 2023 var 136,9 millj.kr. Bókfært virði vörubirgða í árslok 2023 var 44,6 millj.kr. Stjórnendur telja eignirnar að fullu tryggðar og reikna með að fá þær bættar að frádreginni sjálfsábyrgð. Því hafa eignirnar ekki verið færðar niður á árinu.

21. Reikningsskilaaðferðir

21.1 Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir eru samþykktir af Evrópusambandinu.

21.2 Grundvöllur reikningsskilanna

Ásreikningurinn er gerður eftir kostnaðarverðsaðferð. Sögulegt kostnaðarverð byggir á gangvirði endurgjaldsins sem greitt er fyrir vöru og þjónustu. Ársreikningur er birtur í íslenskum krónum sem er starfsrækslugjaldmiðill félagsins.

21.3 Viðskiptavild

Viðskiptavild sem myndast við sameiningu er færð til eignar á sameiningardegi á kostnaðarverði að frádreginni virðisrýrnun ef við á. Viðskiptavild er mismunur á kaupverði félags og hlutdeildar í hreinni eign þess eftir að eignir og skuldir hafa verið metnar til gangvirðis á sameiningardegi.

Við framkvæmd virðisrýrnunarprófs er viðskiptavildinni skipt niður á fjárskapandi einingar. Þær fjárskapandi einingar sem að viðskiptavildinni hefur verið úthlutað á eru prófaðar að minnsta kosti árlega, en oftar ef að vísbendingar eru um að virðisrýrnun hafi átt sér stað. Ef bókfært verð er lægra en endurheimtanlegt virði þeirra hefur virðisrýrnun átt sér stað. Hafi virðisrýrnun átt sér stað er viðskiptavild fyrst færð niður og síðar aðrar eignir sem tilheyra viðkomandi fjárskapandi einingu. Óheimilt er að bakfæra áður færða virðisrýrnun vegna viðskiptavildar á síðari tímabilum.

Við niðurlagningu eða sölu á fjárskapandi einingu er fjárhæð viðskiptavildar sem tilheyrir einingunni hluti af hagnaði eða tapi einingarinnar.

21.4 Tekjur

Tekjur af vörusölu

Tekjur af vörusölu eru metnar á gangvirði þess endurgjalds sem innheimt er, eða vænst er að innheimt verði, að frádregnum afsláttum og öðrum endurgreiðslum. Tekjur eru skráðar í rekstrarreikning þegar yfirráð yfir seldum vörum flytjast yfir til kaupanda, sem er almennt við afhendingu viðkomandi vara, og líklegt þykir að endurgjaldið verði innheimt. Tekjur af vörusölu eru að stærstum hluta gegn staðgreiðslu, en þegar um er að ræða sölu gegn gjaldfresti er gjalddagi almennt um 30-60 dögum frá því að varan er afhent og tekjur skráðar. Félagið færir ekki skuldbindingu vegna skilavara þar sem söguleg reynsla sýnir að um óverulegar upphæðir er að ræða.

Vaxtatekjur

Vaxtatekjur eru færðar þegar líklegt þykir að félagið muni hafa hagrænan ávinning af þeim og unnt er að meta fjárhæð teknanna með áreiðanlegum hætti.

21.5 Leigusamningar

Við upphaflega skráningu metur félagið hvort samningur teljist vera leigusamningur eða innihaldi leigusamning. Félagið skráir nýtingarrétt til eignar og samsvarandi leiguskuldbindingu vegna allra leigusamninga, nema skammtímaleigu (til skemmri tíma en 12 mánaða) og fyrir leigueignir með lágt virði þar sem leigugreiðslur eru færðar línulega á meðal rekstrargjalda yfir leigutímann. 

Leiguskuldbinding er upphaflega metin á núvirði framtíðarleigugreiðslna. Leigugreiðslur eru núvirtar með innbyggðum vöxtum í samningi, eða ef þeir eru ekki aðgengilegir, með vöxtum af viðbótarlánsfé. Leiguskuldbinding samanstendur af föstum greiðslum að frádregnum leiguhvötum, breytilegum greiðslum vegna vísitölu, væntu hrakvirði og kaupréttum á leigueignum ef líklegt er talið að þeir verði nýttir. 

Leigugreiðslur skiptast í vaxtagjöld og greiðslur af höfuðstól sem koma til lækkunar á leiguskuldbindingu. Félagið endurmetur leiguskuldbindingu ef leigutímabil breytist, ef leigugreiðslu breytast vegna vísitölutengingar eða þegar breytingar eru gerðar á leigusamningi sem ekki leiða til þess að nýr leigusamningur er skráður. 

Nýtingarréttur er afskrifaður á því sem styttra reynist af líftíma leigusamnings eða leigueignar. Ef leigusamningur leiðir til eigendaskipta eða ef bókfært verð nýtingarréttar felur í sér kauprétt á leigueign, þá er nýtingaréttur afskrifaður á líftíma leigueignar. Nýtingarréttur er afskrifaður frá upphafsdegi leigusamnings. 

Breytilegar leigugreiðslur sem eru ekki vísitölutengdar eru ekki hluti af leiguskuldbindingu eða nýtingarrétti eignar, heldur gjaldfærðar á því tímabili sem þær falla til. 

Félagið nýtir sér heimild IFRS 16 til þess að skilja ekki samningsbundnar greiðslur vegna þjónustuþáttar (eða aðrar greiðslur sem ekki teljast til leigu) frá leigugreiðslum við mat á leiguskuldbindingu og nýtingarrétti. 

21.6 Erlendir gjaldmiðlar

Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð í starfrækslugjaldmiðli félagsins á gildandi gengi þess dags sem viðskiptin fara fram. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar miðað við gengi í lok reikningsskiladags. Ópeningalegar eignir sem færðar eru á sögulegu kostnaðarverði eru ekki uppfærðar vegna gengisbreytinga. Gengismunur sem myndast er færður í rekstrarreikning miðað við eðli þeirra viðskipta sem hann tengist. Gengismunur af handbæru fé er tilgreindur sérstaklega sem gengismunur í rekstrarreikningi á meðal fjármagnsliða. 

21.7 Tekjuskattur 

Tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nema þegar hann tengist liðum sem færðir eru beint á eigin fé, en þá er tekjuskatturinn færður á eigin fé. Útreikningur hans byggir á afkomu fyrir skatta að teknu tilliti til varanlegra mismuna á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi. 

Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar fjárhagsársins. 

Frestaður skattur stafar af mismun efnahagsliða í skattuppgjöri annars vegar og ársreikningi hins vegar. Mismunurinn stafar af því að tekjuskattstofn félagsins er miðaður við aðrar forsendur en reikningsskil þess. Frestaður tekjuskattur er ekki færður vegna tímabundins mismunar sem verður til við upphaflega skráningu viðskiptavildar. 

21.8 Varanlegir rekstrarfjármunir 

Varanlegir rekstrarfjármunir eru upphaflega skráðir á kostnaðarverði. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna samanstendur af kaupverði og öllum beinum kostnaði við að koma eigninni í tekjuhæft ástand. 

Afskriftir eru reiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma rekstrarfjármuna og færðar í rekstrarreikning. Eignir í fjármögnunarleigu eru afskrifaðar línulega á samningstíma þeirra eða nýtingartíma, hvort sem styttra reynist, nema líklegt þyki að félagið muni eignast eignina í lok leigutímans. 

Hagnaður eða tap vegna sölu eigna telst mismunur söluverðs og bókfærðs verðs eigna á söludegi og er færður í rekstrarreikning á því tímabili sem salan á sér stað. 

21.9 Keyptar óefnislegar eignir 

Keyptar óefnislegar eignir með takmarkaðan líftíma eru færðar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun. Afskriftir eru færðar línulegar í rekstrarreikning á áætluðum líftíma eignanna. Keyptar óefnislegar eignir með ótakmarkaðan líftíma eru færðar á kostnaðarverði að frádreginni uppsafnaðri virðisrýrnun. 

21.11 Virðisrýrnun efnislegra og óefnislegra eigna annarra en viðskiptavildar 

Félagið metur á reikningsskiladegi hvort vísbendingar séu til staðar um að efnislegar og óefnislegar eignir séu virðisrýrðar. Ef slíkar vísbendingar eru fyrir hendi metur félagið endurheimtanleg virði viðkomandi eignar til að ákvarða upphæð virðisrýrnunar (ef einhver er). Ef ekki reynist unnt að meta endurheimtanlegt virði einstaka eigna, er endurheimtanlegt virði minnstu aðgreinanlegu sjóðskapandi einingar sem viðkomandi eign tilheyrir metið. 

Virðisrýrnunarpróf er framkvæmt á óefnislegum eignum með ótakmarkaðan líftíma og óefnislegum eignum sem ekki hafa verið teknar í notkun að minnsta kosti árlega, og oftar ef vísbendingar um virðisrýrnun eru til staðar. 

Endurheimtanlegt virði er gangvirði eignar að frádregnum sölukostnaði eða nýtingarvirði hennar í rekstri, hvort heldur sem hærra reynist. Ef endurheimtanlegt virði eignar (eða sjóðskapandi einingar) er metið vera lægra en bókfært verð, er bókfært verð fært niður í endurheimtanlegt virði. Virðisrýrnun er færð í rekstrarreikning nema eignin sé færð samkvæmt endurmatsaðferð. Heimilt er að bakfæra virðisrýrnun á síðari stigum, en þó aldrei umfram bókfært verð viðkomandi eignar (eða sjóðskapandi einingar) hefði virðisrýrnun ekki verið færð. 

21.12 Birgðir 

Vörubirgðir eru metnar á kostnaðarverði eða hreinu söluverði hvort sem lægra reynist. Kostnaðarverð birgða samanstendur af kostnaði við öflun þeirra ásamt öðrum kostnaði sem fellur til við að koma birgðum í söluhæft ástand. Hreint söluverð er áætlað söluverð að frádregnum áætluðum sölukostnaði. 

Skuldbindingar eru færðar þegar félagið ber lagalega eða líklega greiðsluskyldu vegna liðinna atburða og hægt er að meta fjárhæð hennar með áreiðanlegum hætti. 

21.14 Fjármálagerningar 

Fjáreignir og fjárskuldir eru færðar þegar samningsbundin réttur eða skylda til greiðslu myndast hjá félaginu. 

Fjáreignir og fjárskuldir eru færðar á gangvirði við upphaflega skráningu. Viðskiptakostnaður sem rekja má beint til kaupa eða útgáfu fjáreigna eða fjárskulda sem ekki eru færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning er bætt við eða dreginn frá gangvirði við upphaflega skráningu eftir því sem við á. Viðskiptakostnaður vegna fjáreigna eða fjárskulda á gangvirði í gegnum rekstrarreikning er færður strax í rekstrarreikning. 

Fjáreignum ber samkvæmt IFRS 9 að skipta í þrjá flokka; fjáreignir á afskrifuðu kostnaðarverði, fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eða fjáreignir á gangvirði í gegnum aðra heildarafkomu. Flokkun þeirra fer eftir eðli og viðskiptalíkani félagsins fyrir viðkomandi fjáreignir. 

Fjáreignir á afskrifuðu kostnaðarverði 

Fjáreign sem áætlað er að eiga til gjalddaga og samningsbundnar greiðslur á settum gjalddögum samanstanda einungis af afborgunum af höfuðstól og vöxtum, skal skrá á afskrifuðu kostnaðarverði nema gerningurinn sé skilgreindur á gangvirði í gegnum rekstrarreikning í samræmi við gangvirðisheimildina. Slíkar eignir eru upphaflega færðar á gangvirði að viðbættum öllum tengdum viðskiptakostnaði. Eftir upphaflega skráningu eru slíkar fjáreignir metnar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnun. Fjáreignir félagsins sem metnar eru á afskrifuðu kostnaðarverði eru skuldabréfaeign, viðskiptakröfur og handbært fé. 

Fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning 

Eignarhlutar í öðrum félögum þar sem félagið hefur ekki yfirráð eða veruleg áhrif eru metnir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning. Umræddar fjárfestingar teljast óverulegar. 

Virkir vextir 

Vaxtatekjur af fjáreignum öðrum en þeim sem metnar eru á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eru færðar miðað við virka vexti nema fyrir skammtímakröfur þegar áhrif afvöxtunar eru óveruleg. 

Virkir vextir er sú ávöxtunarkrafa sem núvirðir áætlað sjóðstreymi yfir áætlaðan líftíma fjármálagernings, eða yfir styttra tímabil ef við á, þannig að það jafngildi bókfærðri fjárhæð fjáreignarinnar við upphaflega skráningu. 

21.16 Fjáreignir framhald Virðisrýrnun fjáreigna 

Fjáreignir félagsins sem falla undir gildissvið virðisrýrnunarlíkans IFRS 9 eru skuldabréfaeign, viðskiptakröfur og handbært fé. Félagið beitir sértæku mati á virðisrýrnun hverrar kröfu skuldabréfaeignar fyrir sig. 

Við mat á væntu útlánatapi fyrir viðskiptakröfur beitir félagið einfaldaðri nálgun. Sú nálgun krefst þess að félagið meti niðurfærslu sem er jöfn væntu útlánatapi á líftíma viðskiptakrafnanna. Viðskiptakröfum félagsins er skipt niður í flokka eftir þeim fjölda daga sem þær eru komnar fram yfir gjalddaga. Við mat á föstu niðurfærsluhlutfalli fyrir hvern flokk er horft til sögulegrar tapssögu félagsins, leiðréttri fyrir framtíðarvæntingum um efnahagslega þróun ef þörf er á. 

Á hverjum reikningsskiladegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna. Fjáreign hefur rýrnað í virði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir, sem hafa orðið, hafa áhrif á vænt framtíðarsjóðstreymi eignarinnar og hægt er að meta virðisrýrnun með áreiðanlegum hætti. Félagið færir sértæka niðurfærslu fyrir fjáreignir þar sem hlutlæg vísbending er um virðisrýrnun. 

Breytingar á virðisrýrnunarframlagi fjáreigna í afskriftareikning eru færðar í rekstrarreikning á því tímabili sem matið fer fram. Virðisrýrnun er bakfærð ef unnt er að tengja bakfærsluna með hlutlægum hætti við atburð sem átt hefur sér stað eftir að virðisrýrnun var færð. 

Afskráning fjáreigna 

Félagið afskráir fjáreignir þegar samningsbundinn réttur til framtíðarsjóðstreymis af fjáreigninni er ekki lengur til staðar eða þegar áhætta og ávinningur af fjáreigninni flyst yfir á annars aðila. 

21.17 Fjárskuldir og eiginfjárgerningar

Eiginfjárgerningur er hvers konar samningur sem felur í sér eftirstæða hagsmuni í eignum félags eftir að allar skuldir hans hafa verið dregnar frá. Eiginfjárgerningar útgefnir af félaginu eru skráðir á kostnaðarverði að frádregnum beinum kostnaði við útgáfu þeirra. 

Kaup á eigin hlutum eru færð til lækkunar á heildarhlutafé. Enginn hagnaður eða tap eru færð í rekstrarreikning vegna kaupa, sölu eða útgáfu á eigin hlutum. 

Fjárskuldir eru metnar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti. 

Félagið afskráir fjárskuldir eingöngu þegar skuldbinding vegna þeirra er ekki lengur til staðar. Hagnaður eða tap vegna afskráningar eru færð í rekstrarreikning. 

21.18 Fjármagnskostnaður 

Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstarreikning á því tímabili sem hann fellur til miðað við aðferð virkra vaxta. Lántökukostnaður er eignfærður og færður í rekstrarreikning á líftíma lána miðað við virka vexti. 

22. Reikningshaldslegt mat

Gerð ársreikninga í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Reikningshaldslegt mat og undirliggjandi forsendur eru byggðar á sögulegum gögnum og öðrum viðeigandi þáttum. Endanleg niðurstaða kann að vera frábrugðin þessu mati. 

Reikningshaldslegt mat og undirliggjandi forsendur þess eru endurskoðaðar reglulega. Áhrif breytinga á reikningshaldslegu mati eru færð á því tímabili sem að matið er endurskoðað og á síðari tímabilum ef við á. 

Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir þar sem mat stjórnenda og reikningsskilaaðferðir hafa mest áhrif á skráðar fjárhæðir eigna og skulda í ársreikningnum er að finna í eftirfarandi skýringum: 

  • Skýring 8 - mat á líftíma varanlegra rekstrarfjármuna
  • Skýring 9 - mat á líftíma óefnislegra eigna
  • Skýring 9 - mat á endurheimtanlegum fjárhæðum fjárskapandi eininga
  • Skýring 10 - mat á niðurfærslu birgða
  • Skýring 11 - mat á væntu útlánatapi vegna viðskiptakrafna
  • Skýring 15 - mat á leigutíma og afvöxtunarstuðli í útreikningum á leiguskuldbindingu 

Ófjárhagslegar upplýsingar (óendurskoðað)

Viðskiptalíkan

Samkaup er verslunarfélag á íslenskum dagvörumarkaði með 64 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Verslunarmerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Rekstur félagsins byggir á gæðum, góðri þjónustu og fjölbreyttu vöruvali á eins hagstæðu verði og völ er á. Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum landsbyggðum landsins. 

Félagið leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður með öfluga framlínu en hjá því starfa rúmlega 1400 starfsmenn í rúmlega 670 stöðugildum. Verðmæti félagsins liggja einna helst í birgðum og þekkingu starfsfólks. Traust og áreiðanleiki eru undirstaða starfseminnar og stefnir félagið á að vera leiðandi á dagvörumarkaði, hagnýta tæknilega þætti og stuðla að betra samfélagi, bæði gagnvart eigin innviðum og fyrir viðskiptavini. Þá er mikilvægt að góðum stjórnarháttum og ferlum sé fylgt og að upplýsingaöryggi sé tryggt. 

Allar rekstrareiningar Samkaupa eru reknar með sömu gildi að leiðarljósi þegar kemur að rekstri og þjónustu en þau eru sveigjanleiki, kaupmennska, áræðni og samvinna. Starfsmenn Samkaupa sýna ábyrgð og fagmannlega framkomu í starfi sínu og endurspegla gildi og viðhorf félagsins til þjónustu við viðskiptavini. 

Samfélagsstefna Samkaupa er hluti af heildarstefnu félagsins og undir hana heyrir einnig umhverfisstefna félagsins. Samkaup virða væntingar lykilhagsmunaaðila félagsins og móta áherslur í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum með þær að leiðarljósi. Markmið Samkaupa er að vinna markvisst að því að bæta samfélagið, nærsamfélagið, um allt landið og á heimsvísu. Til þess kappkosta Samkaup að vera með skýra samfélagsstefnu, siðareglur um hegðun félagsins og metnaðarfull markmið í takti við þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samræmast starfsemi félagsins. Samkaup skuldbinda sig til þess að stefna og starfshættir séu í samræmi við viðmið Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. 

Með því að haga starfseminni með velferð umhverfisins og samfélagsins að leiðarljósi telja Samkaup sig geta náð forskoti í samkeppni á dagvörumarkaði. Markmið félagsins er að vera efst í huga viðskiptavina við val á matvöruverslun, stuðla að spennandi og skapandi starfsumhverfi fyrir starfsfólk sitt og þannig ná að skila eigendum sanngjörnum arði. 

Ekki er stuðst við eitt ákveðið áreiðanleikakönnunarferli við samfélagsskýrslugerð félagsins. Beðið er eftir innleiðingu CSRD tilskipunarinnar sem mun kalla á heildræna endurskoðun áreiðanleikakönnunarferilsins. 

Umhverfi

Samkaup ætla að vera leiðandi í umhverfismálum á dagvörumarkaði. Félagið ætlar að eiga frumkvæði að þróun og innleiðingu á leiðum sem stuðla að sjálfbærni í dagvöruverslunum, lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni og hagnýta auðlindir eins og kostur er. Félagið skrifaði undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftlagsmálum sem afhent var á loftlagsráðstefnunni í París árið 2015 og hafa fylgt henni síðan. Helstu markmið eru: 

  • Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. 
  • Nota minna af óendurvinnanlegu hráefni og umbúðum, endurvinna og endurnýta. 
  • Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta. 

Félagið er með umhverfisstefnu sem nær til allra þátta starfseminnar. Lögð er áhersla á að efla vitund starfsmanna og á mikilvægi þess að starfsmenn hugsi um umhverfið í daglegum störfum og fylgi umhverfisstefnunni án undantekninga. Á öllum starfsstöðvum er farið eftir lögum og reglum í umhverfismálum.

Við kaup á vörum og þjónustu er umhverfisstefnunni fylgt og skýrar kröfur gerðar til birgja og undirverktaka um að þeir fylgi henni. Á það einnig við um undirverktaka birgja. Samkaup halda nákvæmt umhverfisbókhald um starfsemina og setja sér markmið um árangur í umhverfismálum. Bókhaldið skal nota til að ákvarða umfang og upphæðir til kolefnisjöfnunar rekstursins sem og gögn fyrir samfélagsskýrslu sem gefin er út árlega. Markmiðin eru bæði stór og smá og eru tilkynnt opinberlega en mælanleg viðmið eru sett fyrir hvert og eitt þeirra.

Á árinu 2023 minnkaði losun úrgangs um 6% frá fyrra ári þegar öll kolefnislosun félagsins, vegna sorps, rafmagns og eldsneytis, er tekin saman.

Samkaup notast við umhverfisstjórnunarkerfið frá Klöppum grænum lausnum til að halda utan um og vakta helstu umhverfisþætti starfseminnar og nær vöktunin til allra verslana og starfsstöðva Samkaupa.

Á árinu 2023 gerðu Samkaup samstarfssamning við Pure North. Samstarfið hefur nú þegar skilað ýmsum breytingum, til að mynda á sér nú stað ítarleg greining á sorplosun- og flokkun. Mælingar hafa sýnt fram á að flokkun á sorpi hjá félaginu er orðin meiri og með auknu gagnsæi hefur verið hægt að hagræða í losunum og greina þann úrgang sem fellur til frá verslunum.

Markmið Samkaupa er að verða leiðandi í úrgangsstjórnun á landsvísu og á stefnunni er m.a. að endurvinna lífrænan úrgang, gera úr honum jarðvegsúrgang til uppgræðslu um land allt ásamt því að endurvinna allt plast. Fyrsta skref í söfnun á plasti er komið í undirbúning en um er að ræða 4. flokk, LDPE. Eiginleikar þessarar gerðar plasts er að það er mjög létt og meðfærilegt en innkaupapokar og matvælapakkningar eru unnar úr þessari tegund plasts. Fyrsta jarðgerðarvélin hefur verið sett upp í verslun Samkaupa en samhliða uppsetningu á vélinni var sett á samstarf við skóla og leikskóla í nærsamfélaginu þannig að nemendur geti nýtt jarðvegsúrganginn í ræktun á grænmeti og til uppgræðslu í sínu nærumhverfi. Þannig er hægt að halda úrganginum innan sveitarfélagsins og gefa hringrásarferlinu aukið líf.

Megináhættur umhverfisþátta

Innflutningur á vörum og dreifing er sá þáttur í starfsemi félagsins sem hefur hve mest áhrif á umhverfið og telur mest í losun gróðurhúsalofttegunda. Til viðbótar við það vistspor sem skapast með flutningum hafa vörurnar sjálfar ákveðið vistspor vegna umbúða og rýrnunar. Aðrir þættir sem hafa áhrif á umhverfið í starfsemi félagsins eru flokkun úrgangs, ferðir starfsmanna til og frá vinnu, viðskiptaferðir og pappírsnotkun. 

Samfélags- og starfsmannamál

Starfsfólk Samkaupa er ein helsta auðlind félagsins og lykilþáttur í allri velgengni. Jafnrétti á vinnustaðnum og jafnrétti í samfélaginu hafa verið sérstök áhersluverkefni hjá Samkaupum síðustu ár. Mannauðsstefna Samkaupa er viðamikill þáttur í heildarstefnu félagsins þar sem áhersla er lögð á mannauðinn og þá menningu sem byggð hefur verið upp hjá félaginu. Stefnunni er skipt upp í fjóra meginþætti. 

Skýr framtíðarsýn þar sem fólk er í forgrunni:
Skýr sýn er grunnþáttur mannauðsstefnunnar. Það felur í sér að hafa vel skilgreindan og miðlaðan skipulagstilgang og stefnu. Þetta getur falið í sér langtímamarkmið, gildi og heildarverkefni Samkaupa. Skýr sýn þjónar sem leiðbeinandi afl fyrir starfsfólk til að vinna sem ein heild að sameiginlegum markmiðum. 

Góð og skilvirk samskipti:
Skilvirk samskipti skipta sköpum fyrir velgengni Samkaupa. Í mannauðsstefnu félagsins er um að ræða gagnsæjar og opnar samskiptaleiðir milli alls starfsfólks. Það felur í sér reglulegar uppfærslur á þróun skipulagsheilda, veita skýrar væntingar og tryggja að starfsfólk upplifi að á það sé hlustað. Skilvirk samskipti stuðla að jákvæðu vinnuumhverfi, þátttöku starfsmanna og sameiginlegum skilningi á markmiðum og væntingum. 

Öflug framlína:
Forgangsröðun starfsmanna í fremstu víglínu er stefnumótandi áhersla sem viðurkennir mikilvægi þeirra sem hafa bein samskipti við viðskiptavini eða sinna nauðsynlegum verkefnum. Þessi nálgun viðurkennir gildi þeirra í því að veita góða þjónustu og viðhalda góðu orðspori hverrar verslunar. Mannauðsstefnan felur í sér sérsniðnar fræðslu- og menntaleiðir fyrir framlínufólk ásamt þjálfunaráætlunum og tækifærum til starfsþróunar. Þá er Samkaupum umhugað um velferð starfsfólks og endurspeglast það í öflugri velferðarþjónustu sem býðst öllu starfsfólki. Þessi nálgun styður við góðan starfsanda, framleiðni og ánægju viðskiptavina. 

Stuðningur við styrkleika fólks:
Að tryggja að starfsmenn séu í hlutverkum sem samræmast færni þeirra, styrkleikum og hagsmunum er nauðsynlegt fyrir velgengni hvers og eins einstaklings. Þessi byggingareining leggur áherslu á stefnumótandi staðsetningu einstaklinga í hlutverkum þar sem sem þeir geta lagt sitt af mörkum á skilvirkan hátt. Starfsmannaferlar eins og ráðningar, þjálfun og styrkleikanálgun gegna mikilvægu hlutverki við að samræma einstaklinga við réttar stöður innan félagsins. 

Samkaup eru með jafnréttisstefnu í samræmi við lög nr. 10/2008, nr. 86/2018, nr. 80/2019 sem og annarra laga, reglna og krafna er snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma. Hjá Samkaupum er lögð áhersla á að allt starfsfólk sé metið af verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, fötlunar, skoðana eða annarra þátta. Samkaup líða ekki kynbundna og kynferðislega áreitni, einelti eða ofbeldi á nokkurn hátt. Árlega rýna stjórnendur stefnuna ásamt ásamt jafnréttisáætlun, jafnréttismarkmiðum og vinna að stöðugum umbótum. 

Áframhaldandi vinnu við jafnrétti var haldið á lofti allt árið 2023 og voru fjölmörg mál tekin fyrir þar sem jafnrétti var haft að leiðarljósi við úrlausnina. Jafnréttisráð Samkaupa, Samráð, sem skipað er starfsfólki félagsins úr öllum áttum, vakti einnig athygli á mörgum atriðum sem varða starfsemina, allt frá starfsmannamálum, málum tengdum birgjum og samstarfsaðilum. Sum málanna voru tekin fyrir af framkvæmdastjórn og varð gott samstarf á milli framkvæmdastjórnar og Samráðs. 

Samkaup fékk endurnýjun á jafnréttisstefnu í lok árs 2023 og var það í fyrsta skipti sem Jafnréttisstofa vottar útvíkkaða jafnréttisstefnu sem Samkaup byrjaði að vinna eftir árið 2022. Ný vottun fékk fyrirmyndareinkunn og heldur vottunin gildi sínu til loka árs 2026. 

Samkaup hlutu fjórða árið í röð, Jafnvægisvogina 2023, viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu til fyrirtækja sem stefna að 40/60 kynjahlutfalli í efsta stjórnendalagi og hafa gripið til aðgerða til að ná því fram og haga ráðningum í stöður í samræmi við þær. 

Þegar heildarfjöldi stjórnenda er skoðaður út frá kynjahlutföllum er jafnvægi á milli kynja mjög gott, 50% karlar og 50% konur. Stærsti hópur stjórnenda félagsins eru verslunarstjórar sem eru 64 talsins. Þegar litið er á kynjaskiptingu verslunarstjóra er jafnvægi einnig gott, 50% karlar og 50% konur. Þá hefur verið lögð áhersla á að fjölga konum í efsta stjórnendalagi félagsins sérstaklega og í dag er helmingur framkvæmdastjóra kvenkyns. 

Árið 2018 hlut félagið jafnlaunavottun í fyrsta sinn. Félagið fór í gegnum sjöttu úttektina á jafnlaunakerfinu í nóvember 2023 án athugasemda og er launamunur nú 0,4%. Almennt viðmið er 5% en markmið Samkaupa er að vera undir 2,5%. 

Niðurstöður mannauðsmælinga sýna að starfsánægja innan félagsins er góð eða að meðaltali 4,2 á kvarðanum 1-5 á 12 mánaða tímabili sem telst mjög góður árangur. 

Samkaup eru með samfélagsstefnu þar sem áhersla er lögð á að bæta bæði nærsamfélag og samfélagið í heild sinni en samfélagsverkefnin beinast aðallega að beinni starfsemi félagsins í tengslum við starfsfólk, viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila, vörur og þjónustu. Félagið leggur áherslu á að styrkja mikilvæg málefni eins og æskulýðs- og forvarnarstarf, lýðheilsu-, umhverfis- og góðgerðarmál. Árið 2023 styrkti félagið til dæmis góðgerðafélög, hjálparstofnanir, styrktarfélög og hin ýmsu íþróttafélög og félagasamtök um allt land. Styrkir árið 2023 námu 73 milljónum króna. 

Hættum að henda, frystum og gefum! er yfirskrift samstarfsverkefnis sem Samkaup og Hjálpræðisherinn settu af stað árið 2022. Markmið verkefnisins er að draga úr matarsóun á matvælum hjá Samkaupum og styðja þannig við velferðarverkefni Hjálpræðishersins á landsvísu. Verkefnið hefur gengið mjög vel og sem dæmi gefa verslanir á Suðurnesjum Hjálpræðishernum á Ásbrú matvæli sem til falla og sjálfboðaliðar elda heitan mat fyrir allt að 300 manns alla virka daga. Á Akureyri gefa verslanir matvæli til Hjálpræðishersins, Frú Ragnheiðar og í frískápa. Einnig eru fjölmargar verslanir Samkaupa að gefa til frískápa á höfuðborgarsvæðinu og á Húsavík. Með verkefnum sem þessum til að sporna gegn matarsóun sýnir félagið samfélagslega ábyrgð í verki alla daga. 

Megináhættur samfélags- og starfsmannamála

Megináhættum í tengslum við samfélags- og starfsmannamál er skipt upp í þrjá flokka. 

Heilsu- og öryggisáhætta:
Flokkun þessi nær yfir alla líkamlega áhættu. Það felur í sér hættur eins og slys, útsetningu fyrir skaðlegum efnum, ófullnægjandi öryggisráðstafanir og vinnuvistfræðileg atriði. Heilsu- og öryggisáhætta getur leitt til meiðsla, veikinda og samdráttar í starfsanda og framleiðni. Í forvarnarskyni hefur Samkaup hafið samstarf við tryggingafélagið Vörð sem mun setja upp rafræna fræðslu um öryggismál í verslunum. Þá hefur starfsfólk Varðar einnig farið í árlegar heimsóknir í verslanir um land allt til þess að taka út stöðuna á öryggismálum og aðbúnaði starfsfólks. Stjórnendur Samkaupa hafa í kjölfarið fengið sendar skýrslur með tillögum að úrbótum sem unnið hefur verið eftir. 

Vinnuálag og streituáhætta:
Mikil streita og of mikið vinnuálag getur haft skaðleg áhrif á geðheilsu starfsmanna, starfsánægju og almenna vellíðan. Starfsfólk sem glímir við langvarandi streitu getur fundið fyrir kulnun, sem getur leitt til aukinna fjarvista, minni framleiðni og meiri líkur á hárri starfsmannaveltu. Til að sporna við þessu hefur starfsfólk aðgang að velferðarþjónustu Samkaupa en í því felst allt að 6 tíma ráðgjöf hjá sálfræðingum, læknum eða öðrum sérfræðingum. Velferðarþjónustan hefur dregið úr starfsmannaveltu vegna þessara ástæðna. 

Áhætta á mismunun og áreitni:
Mismunun og áreitni á vinnustað hefur í för með sér verulega hættu fyrir bæði einstaka starfsmenn og félagið í heild. Skortur á fjölbreytni og þátttöku, ásamt tilvikum um mismunun eða áreitni, getur leitt til lagalegra afleiðinga, orðsporsskaða og eitraðs vinnuumhverfis. Þessi áhætta á sérstaklega við á fjölbreyttum og samtengdum vinnustöðum nútímans. Vegna þessa hefur félagið skýra jafnréttisáætlun og starfandi jafnréttisráð. 

Mannéttindi

Samkaup leggja ríka áherslu á jafnrétti og mannréttindi. Framkvæmdastjórn Samkaupa hefur skuldbundið sig í allri stefnumótun til að stuðla að auknu jafnrétti og samþykkti jafnréttisáætlun sem er hluti af mannauðsstefnu félagsins. Jafnréttisstefna félagsins miðar að því að viðhalda góðu jafnvægi á milli kynjanna en einnig er lögð áhersla á jafnrétti þriggja hópa sem starfa innan Samkaupa. Þeir hópar eru starfsfólk af erlendum uppruna, starfsfólk með skerta starfsgetu og kynsegin starfsfólk. 

Birgjar í viðskiptum við Samkaup samþykkja siðareglur þar sem þær ófrávíkjanleg krafa er að þeir tryggi að vörur sem seldar eru til Samkaupa séu framleiddar samkvæmt þeim lögum sem gilda hverju sinni hvað varðar aðbúnað starfsfólks, að mannréttindi séu virt og að húsnæði uppfylli kröfur og staðla vinnu- og heilbrigðiseftirlitsins. Birgjar Samkaupa skuldbinda sig til að styðja við beitingu á varúðarreglu í umhverfismálum og hafa frumkvæði til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu. Enn fremur styðja birgjarnir við aðgerðir sem sporna gegn hvers kyns spillingu og allri nauðungar-, þrælkunar- og barnavinnu. 

Eitt eineltismál var tilkynnt á árinu 2023. Engir birgjar voru teknir í viðskipti á árinu sem ekki samþykktu siðareglur félagsins. 

Spilling og mútur

Starfsfólk skrifstofu Samkaupa hefur skrifað undir siðareglur sem taka á spillingu og mútum en reglurnar voru samþykktar af stjórn félagsins árið 2017. Í öllum ráðningarsamningum frá árinu 2020 er starfsmönnum bent á að fylgja starfsreglum sem settar eru fram í handbók starfsfólks á innri vef félagsins. Handbókina er að finna á íslensku, ensku og pólsku. 

Í samræmi við lög nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara eru virkar verklagsreglur um uppljóstrun starfsfólks Samkaupa sem kveða á að starfsfólki Samkaupa er heimilt að greina frá upplýsingum eða miðla gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi félagsins til næsta yfirmanns, trúnaðarmanna eða beint til mannauðssviðs. Einnig getur starfsmaður miðlað til lögregluyfirvalda eða annarra opinberra eftirlitsaðila sem við eiga, t.d. umboðsmanns Alþingis, ríkisendurskoðanda og Vinnueftirlitsins. 

Þegar mál eru tilkynnt innanhúss eru þau skráð í málaskrá félagsins og send áfram til rannsóknar hjá hlutlausum aðila utan félagsins. Haft verður samband við yfirvöld þegar það á við. Framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs tekur ábyrgð á erindum og meðhöndlun þeirra. 

Öllum er unnt að koma ábendingum til félagsins á heimasíðu Samkaupa. Allar ábendingar eru skráðar og færðar til úrlausnar hjá ábyrgðaraðila. 

Mikilvægismat

Samkaup hefur ekki látið gera formlegt mikilvægismat á starfsemi sinni en út frá eðli rekstrarins eru mikilvægustu þættir sjálfbærni þeir þættir sem snúa að félags- og stjórnarháttum. Áhættumat hefur verið gert fyrir hverja verslun Samkaupa sem lýtur að reglugerðum Vinnu- og Heilbrigðiseftirlitsins fyrir matvöruverslanir.